Tölvur og gögn ehf.

Þekking og reynsla

Þjónusta

Tökum að okkur kerfisumsjón, umsjón með netþjónum, útstöðvum og jaðarbúnaði. Setjum upp og viðhöldum netkerfum, tölvubúnaði, afritun á gögnum og gagnabjörgun. Uppsetning vírusvarna og vírushreinsanir. Tengjum jaðarbúnað, netprentara, plottera ofl.

 

Fjarþjónusta um allt land, við fyrirtæki og heimili. Tengjumst tölvum og netþjónum yfir internetið og framkvæmum eftirlit og viðgerðir, án þess að senda mann á staðinn. Hentar sérstaklega vel fyrir þá sem búa afskekt og eiga erfitt með að nálgast þjónustu á annan hátt.

 

Björgun gagna er nauðsynleg þar sem verðmæt gögn meiga ekki tapast, vönduð og örugg vinnubrögð. Samstarfsaðili við Ontrack / ibas til fjölda ára.

 

Netlausnir fyrir fyrirtæki og heimili, hvort sem er kapalkerfi eða háþróuð þráðlaus netkerfi, við höfum lausnina.

 

Uppsetning á prenturum, plotterum og öðrum jaðartækjum. Uppsetning prentara og plottera á tölvunetum geta verið flókin og ekki á færi nema manna með reynslu og þekkingu í flestum tilvikum.

 

Vefsíðugerð og hýsing. Sjáum um myndvinnslu og kynningarefni, s.s. auglýsingaborða o.fl.

 

Office 365 í skýinu hjá Microsoft. Seljum, þjónustum og höfum umsjón með Office 365. Seljum einnig öll stýrikerfi og annann hugbúnað frá Microsoft.

 

Kennsla í margmiðlun, meðhöndlun mynda ofl. Komum á staðinn og kennum þér á þína eigin tölvu. Kennslan er sérstaklega sniðin að þínum óskum og kennt á þeim hraða sem hentar þér.

 

Bilanagreining og tölvuviðgerðir eru fyrir hendi á skrifstofu (verkstæði) okkar í Mjódd.  Vottuð Micro 2000 viðgerðarþjónusta.

Tölvur og gögn ehf.

Sími: 696-3436

Tölvupóstur:  togg@togg.is

Heimilisfang: Þarabakki  3, 109 Reykjavík

Afritun er mjög mikilvæg og ekki síst núna þegar upplýsingar og stafræn gögn eru oft það verðmæstasta sem fyrirtæki búa yfir. Heimili þurfa einnig að hugsa fyrir afritun á myndum fjölskyldunnar, þar sem eru geymd mjög verðmæt augnablik. Við setjum upp afritun á hagkvæmann og einfaldann máta. Sérsniðnar lausnir að þörfum hvers og eins.

 

Eyðum gögnum af stafrænum miðlum fyrir stofnanir og fyrirtæki sem eru með mjög viðkvæm gögn. Gögnin eru þurkuð út samkvæmt alþjóðlegum staðli, þannig að ekki er hægt að finna þau aftur, jafnvel ekki með fullkomnustu tækni í gagnabjörgun.

Skilmálar